Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Konur

Var að spá hvað er málið með með að ALLIR 4 bloggvinir mínir eru konur?

Getur kannski hugsast að ég sé svona kvennlegur , kannski skirfa ég um svona kvennlega hluti eða kannski er málið bara að ég sé svona mikið hÖnk.

100_0444Ég fékk mér páfagauk á föstudaginn og okkur semur svona ljómandi hreint , er að spá að kenna honum fleiri trix en hann kann, núna kann hann og kann vel að þegar ég set hendina inn í búrið að hann bítur mig, en hann er nú samt allur að spekjast.

það er samt eftir að finna nafna á kauða ( veit ekki hvort þetta er karl eða kona ) Sigþór bróðir heldur að það sé líklega best að skíra hann Snati. 


Samsæri.

Held að það sé alheims samsæri gegn mér, Ásta bíður í pönnukökur á sama degi og Sigþór bróðir er þrítugur og ég get ekki verið á 2 stöðum í einu  og eins og mér fynnst nú pönnukökur góðar þá er þetta hin versta klemma , hugsa að þetta sé allt Ástu að kenna hún sé ábyggilega að nýðast á mér .

Mitt svar er að hringja í manninn hennar og fá hann til að bróka hana, .. sé þetta alveg fyrir mér .. Ásta að baka pönnsur og þá kemur Gummi  tipplandi á tánum að læðast eins og lítil skólastelpa og þegar Ásta "flippar" pönnsunni þá brókar hann hana....... segið svo að við karlar getum ekki verið rómantískir.


Vísa

Karl fór út, kom inn aftur skjótt

lagði sitt hart og stinnt

á kerlingarinnar loðið og lint

linaðist þá karlsins hart og stinnt

blotnðaði þá kerlingarinnar loðið og lint.

 

það væri gaman að vita hvort einhver þorir að skrifa með öðrum orðum hverju hérna er lýst. 

 

 


Gáta

Ásta bað mig að setja gátu hérna og þar sem ég geri nú einstaka sinnum það sem ég er beðin um ( hún var reyndar búin að lofa pönnukökum ).

17 froskar sátu á grein sem hékk yfir árbakka þegar 9 af þessum froskum ákváðu að hoppa af greininni niður á laufblað sem flaut þarna frammhjá, hvað voru þá margir froskar eftir ....( munið að það hefur áhrif þegar snögg þyngdarbreiting verður á grein sem er undir þrystingi).

Ef gáta þessi veldur ykkur svefntruflunum eða andlegum vandamálum skulið þið hiklaust hafa samband beint við Ástu...hún bloggar undir nafninu Stormur.Devil


Hvaðan kemur hið vonda

Hef verið að spá hvaðan ýlskan komi..samkvæmt kirkjunar mönnum þá skapaði guð heiminn og ég vil draga þetta stórlega í efa enda hef ég aldrei treyst mönnum í kjól.

Eins og hinir alsnöllustu byggingarverfræðingar vita þá er ekki hægt að gera snjóhús út timbri jafnvel þó þú sért eskimói sem ert ættaður úr skagarfirði , þetta er bara einn af þeim hlutum sem er ekki hægt að gera.. það sem ég er að reyna að segja er að útkoman úr byggingunni er algerlega bundin við það efni sem notað er .

Ef guð er algóður og alvitur og hann hafi skapað heiminn í upphafi þá er nokkuð ljóst að það var ekkert til nema guð og það er þessvegna nokkuð ljóst að hann hafi ekki haft annað byggingar efni en sjálfan sig og ef hann er algóður hvar fékk hann þá fengið hið vonda í sköpunina.

 Ennfremur þá getur hann ekki haft neitt consept hvað er gott og hvað er slæmt því hann var það eina sem til var og var algóður og hafði engan samanburð og þessvegna er það fráleitt að neitt slæmt hafi komist í sköpunina.

Ég hef spurt nokkra sem trúa á guð að þessu og eina svarið er að allt sem er gott er guði að þakka en allt sem er slæmt er öðrum að kenna ( satan ), mér fynnst þessi skýring frekar ódýr og hefði kannski dugað á þeim tíma þegar fólk var fávíst og var brent á báli ef það var eithvað að mögla en í dag er þetta alls ekki dugadi skýring.

Eftir all mörg samtöl við fólk hef ég ekki fengið svarið við spurningunni en aftur á móti hef ég viðamikla þekkingu um hvenrig skal skipta um umræuefni.

 Veist þú svarið um hvaðan hið vonda komi??

 


Athyglisprestur

Ég er farinn að halda að ég sé með athyglismisbrest eða eithvað álíka því um daginn fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki stórsniðugt að fara jafnvel til útlanda næsta sumar og er svona eithvað að gæla við þá hugmynd að fara til Krítar-grikklands-tyrklands eða einhvers álíka lands sem er nokkuð snjólett á sumrin.

Í gær fór ég á netið til að skoða hvort það væri ekki hægt að gera ferðina eithvað ódýrari á eigin vegum en með ferðaskrifstofu og ákvað að reyna að finna gistingu í B&B eða eithvað í þeim dúr en svo "lenti" ég að einhverri ástæðu á http://kvikmyndir.is/?v=bio og  eftir að hafa farið og kíkt á kúrekamyndina 3:10 to yuma þá er ég enn jafn  engu nær um gististaði í útlandinu.

Ég gerði aðra tilraun áðan að finna gististað og flug út en er samt engu nær um það en aftur á móti hef ég öðlast grunn þekkingu á hvernig á að gera við báta með trefjum í staðinn Crying ég segi nú eins og Steingrímu Hermannsson var vanur að segja.. ég hef áhyggjur af þessu ég verð að segja það ..aðal áhyggjuefnið er það að síðan internetið kom til sögunnar er haldið fram að við kalrmenn gerðum ekkert annað á netinu en skoða klámsíður og ég er eithvað að dandalast á bátaviðgerðar síðum og ég sem á ekki bát ! 

Þetta segir mér ( eftir að hafa tekið snöggt græjutékk til að athuga hvort ég væri ekki örugglega enn kalramður) að ég er greinilega að verða gamall og áður en langt um líður verð ég fainn að halda ræður um það hvernig það var ekkert internet til þegar ég var ungur og við lékum okkur fallega með boga of framhlaðninga í staðinn fyrir þessa ofbeldis leiki sem núna trölll ríða öllu og bla bla bla

 Ef einhver hefur einhverja skímu um hvernig er hægt að finna húsnæði og ferðatilhögun væri ég sáttu með info ..allavegana áður en ég ramba á síðu um postulíns styttu gerð og skráð mig þar á námskeið.,


Gáta

Spurt er um nafn-fóðurnafn og fæðingarstað

Seint skilur hold við sál falið er nafn í þessu faðirinn heitir fremst á nál fæddur í tveimur pelum.

 smá hint.. þetta er ekki nafnið mitt heheh


I´m back

Í smá tíma ( nokkra mánuði ) hef ég ekki verið að deila minni visku yfir netheima með bloggi en nú hefur hinn sauðsvarti almúgi fengið nóg frí frá mér og mun ég reyna að draslast eithvað til að útskíra fyrir ykkur hvernig heimurinn virkar.

« Fyrri síða

Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 9384

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband