Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár öll.

Atvinnuleysi

Ég heyrði í útvarpinu í dag að það hefðu 14.000 manns ( svona sirka ) í byggingariðnaðnum í Danmörku  misst vinnuna á síðust 6 mánuðum.

Ef þessi tala ætti við Akureyri þá væri þetta alveg rosalega mikið en ekki þegar þessi tala á við um miljóna samfélag og það sem  fylgdi ekki fréttinni er hvað mörgum er sagt upp á ári til að sjá hvort þetta sé meira en í venjulegu árferði, það var heldur ekki sagt hvort einhverjir aðrir væru ráðnir í staðinn fyrir þá sem voru sagt upp, kannski er þessi tala alveg normal í svona stóru samfélagi, kannski er 14,000 manns sem eru að vinna í byggingariðnaði sem eru alveg ónothæfir til vinnu og voru reknir og aðrir ráðnir í staðinn ..kannski....kannski...

Mér finnst þessi frétta flutningur vera með eindæmum í eina áttina og ég er nú farinn að halda að þetta sé eingöngu að hræða þá sem hafa einhverja vitglóru og ætla að fara úr landi, þetta fólk er kannski farið að  hugsa sig tvisvar um hvort þeir ættu að fara eitthvað.

Ég er alveg gapandi hissa á fréttastjórum þessa lands að birta fréttir með svona lélegum gæðum.

Kannski er 14.000 manns mikið og kannski er þetta normal en fréttin sagði ekkert , það eina sem þessi frétt túlkaði er þetta skiplagði hræðsluáróður hjá fjölmiðlum.


Hæfileikar

Í gær fór ég í Borgarleikhúsið að sjá Nemendasýningu Sönglistar því þarna var hún Erla ösp, og mér til mikillar undrunar sá ég að ég átti frænda þarna líka hann Adam Jens Jóelsson og þau stóðu sig bæði með mikilli prýði ein og reyndar allir krakkarnir sem komu að sýningunni þarna en það sem kom mér mikið á óvart hversu rosalega mikla rödd hún Erla hefur, ég hef nú ekki heyrt hana syngja í líklega hálft ár og það er ekkert smá sem röddin hennar hefur þroskast mikið á þessum tíma hún hefur alveg ótrúlega mikla og tæra rödd og ég var alveg gapandi hissa þegar hún var að syngja þarna.

Ekki hef ég minnsta grun hvaðan hún hefur þennan gríðlega hæfileika sinn því pabbi hennar var nú ekki mikill söngvari og þegar hann var í grunnskóla í söngkennslu þá var hann í eitt skipti beðinn um að syngja stein þegjandi og hljóðar laust :) ég aftur á móti var nú í barnakór en kórstjórinn flutti nú úr landi en hvort það hafi verið alfarið mínum söng að kenna ætla ég nú að láta ósagt.


Snemma beygist krókurinn

Það er sagt að snemma beygist krókurinn að því sem verða vill og það er nú kannski satt, Góður vinur minn sendi mér myndir að mér og bróður mínum frá þeim tíma þegar við vorum litlir og þarna er ég kominn út í óbyggðir sem ég er nú ánægðastur að vera þannig það er nú kannski eitthvað til í þessu.

Dæmisaga

Fyrir stuttu heyrði ég alveg hreint magnaða dæmisögum sem á vel við um það hvernig allt hefur verið talað upp og út og suður og menn hafa enga hugmynd um hvað þeir hafa verið að gera og vitnað í hina og þessa sem vita heldur ekkert.....

Indíánarnir komu til indíánahöfðingjans og spurðu hann hvernig veturinn mundi vera og hann setti upp spekings svipinn sinn og sagði svo ofur hægt "það veður kaldur vetur " og það fannst nú injánunum alls ekki gott því eins og allir sem hafa horft á kúrekamyndir þá eru indíánar alltaf að dandalast um á brókinni og búa í tjöldum, þeir spurð á höfðingjann næst hvað væri nú til ráða og hann sagði hróðugur að þeir yrðu að safna saman eldiviði sem og þeir gerðu og nokkrum dögum seinna þá datt nú höfðingjanum í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að hringja í veðurstofuna og athuga þetta með veðrið því hann hafði engan mynnst grun um veður og ef til vill mundu þeir gefa honum eitthvað ef það mundi nú vera hlýr vetur þannig hann mundi nú ekki lýta út eins og kjáni, hann semsagt hringir í sigga stom og spyr hann um hvernig veturinn mundi vera og siggi segir að þetta verði kaldur vetur án nokkurs vafa og höfðingjanum veðrur mikið létt að heira að hann hafi nú rambað á rétt en ákveður nú samt að fá betri svör svona aðallega til að svara sjálfur ef hann verði spurður og hann segir  " segðu mér nú hvað er það sem bendir til þess að það verði kaldur vetur " og siggi svarar að bragði að hann hafi tekið eftir því að  indíánarnir væru svo rosalega iðnir að safna eldivið.


Líkamsrækt

Ég hef núna í dag fundið alveg hreint fína aðferða til að þjálfa magavöðvana.

Ég var að horfa á mynd sem heitir...Cheech and Chong's Up in Smoke.... og ég hef hlegið svo rosalega að þessari mynd að ég fæ líklega "six pack" fyrir vikið 

http://www.imdb.com/title/tt0078446/ ... þarna er hægt að skoða allt um þessa ræmu.

Það góða við myndir sem eru ekki um neitt og hafa engann söguþráð þá hefur þessi mynd síðan 1978 eldast alveg snilldar ræma..mæli eindregið með henni.


Þrælaþjóð

Ég er alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að Íslendingar séu komnir af þrælum því að þrælsóttin í þessar þjóð er alveg rosalega mikill.

Það er blásið til borgarafunda og þagnað koma pólítíkusar og halda þar framboðsræður um hvernig það verði að skoða þetta all og allir verða að halda ró sinni og taka kjaraskerðingu og allir sem eru á þessum fundum koma út alveg skælbrosandi venga þess að þeir náðu svo miklu fram og þeirra rödd skiptir máli en það kemur alls ekki neitt fram á þessum fjandas fundum.

Það hefur komið í ljót að yfir 70% af þjóðinni vill þessa ríkistjórn í burt en enn sitja þessir fjandans glæpamenn sem fastast og jarma um það að núna sé sko ekki rétti tíminn til að ganga til kosninga því þá verður stjórnar kreppa ofan á peningar kreppu...það var einmitt stjórnarkreppa sem var til þess að við sitjum í súpunni núna þegar þessir dandala sauðir gáfu bankana frá okkur, og öll þjóðin fer auto ein 200-500 ár aftur í tímann til þess tíma þegar kirkjan níddist hérna á liðnum og tróð okkur í svaðið og enn núna öllum þessum árum seinna er kjarkurinn ekki enn kominn og fólk segir bara ja´og við skulum halda friðinn ...ÞRÆLSÓTTI.... núna er einmitt tími til að ganga til kosninga því að við verðum að vita hvað þeir sem ætla að vera leiðtogar þessa lands vilja gera ..taka upp dollar-pund-evru..eða hvað sem og við getum gert upp hug okkar og hent þessum fjandans glæpamönnum frá völdum nú eða haft þá en og hætt að væla og fyri ykkur sem halda að það sé öll von úti þá kom hann góðvinur minn hann Stephen Yates með fína hugmynd um krónuna ,,gera hana að veggfóðri og það gætum við kannski flutt út....nýir tískustraumar kannski....


Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband