Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Leyndarmál

Ég get nú "stundum" verið svolítið þver og þrjóskur og vill nú stundum gera hlutina á minn eigin veg, í vinnunni er á boðstólnum óvissuferð til að þjappa hópnum saman eða álíka hugsun í gangi en ég vill ekki taka þátt í svona gjörningi útaf því ég vil vita hvert skal halda og þá get ég tekið upplýsta ákvörðun hvort ég vilji taka þátt ,, ég hef t.d enga löngun að vera að þæfa ull í 10 tíma eða svo.

Það hefur alltaf farið innilega í taugarnar á mér allt leynimakk og hlutir sem ekki allir mega vita og þar fram eftir götunum og ég vill halda því fram að svona óvissuferð flokkist vissulega undir það og ég segi bara ef hlutirnir geta ekki þolað að vera upp á yfirboðinu þá vil ég bara alls ekkert með þá hafa.


Leti

Ég er nú alveg bráð latur maður eins og kannski sést þar sem ég hef ekki sett blog hingað inn langa lengi.

Ég vil nú vera óssamála flestum og halda því fram að leti sé nú bara í fínu lagi og að öllum líkindum bara góð ,  þegar ég var yngri var alltaf verið að jarma í mér að vera duglegur og vinna mikið og kaupa mér íbúð og þannig mundi ég fá öryggi í lífinu og svo framvegis væl, en viti menn að eins og ég sagði áðan er ég latur og nenni ekki að vinna mikið og nenni þaðan að síður að standa í því brasi að versla mér íverustað  en núna í sumar þá hrundi lífið hjá flestum sem áttu húsnæði og lánin hækkuðu alveg gífurlega og eru núna miklu hærri en verðgildi húsanna og fólkið getur ekki einu sinni selt til að bjarga sér úr þessum ógönum og það sem það átti í húsinu er að verða búið að étast upp og allt sem fólk hefur lagt í húsið er horfið og öll þessi vinna er hefur verið til einskins en ég aftur á móti er hund latur og hef ekki nennt að standa í þessu veseni öllu saman og ég þarf ekki að vinna marga tíma á mánuði til að láta enda saman en duglega fólkið þarf núna að fara að bretta upp ermarnar til að lifa af.


Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband