Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
26.12.2007 | 16:19
Klám
Ég var að lesa á netinu um klámsíðu sem er sérstaklega gerð fyrir blinda..."http://soundsdirty.com/index2.php"...
í greininni var dásömuð þessi síða og talið að þetta væri orðin löngu tímabær þjónusta.
Þegar venjulegt fólk er að skoða klámsíður er það stimplað perrar eða eitthvað álíka en þegar blindir skoða klám er það menning.
Ég fór á síðuna og skoðaði en það var lítið hægt að skoða nema vera skráður og þá væntanlega að þurfa að borga fyrir það en ég athugaði það nú samt ekki hvort maður þarf að borga fyrir aðgang eða bara vera skráð/ur en svona þegar ég tók sount tour þá fannst mér þetta vera ferlega perralegt að hlusta á konu lýsa síðunni ....
Endilega kíkið á þetta og ef klám fyrir blinda er fyrir ykkur þá til hamingju með að hafa fundið síðu sem hentar þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 19:51
Jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2007 | 01:05
Tíska
Í desember sem aðra daga er mikið talað um tísku og oft er talað um þetta fyrirbæri eins og um vísindagrein væri að ræða, mín skilgreining á tísku er að láta einhver annan segja sér hvað manni á að finnast.
Tísku húsin koma fram með eithvað drasl og það þorir enginn að segja að sér þykir það ekki flott sem þar er og þegar þessir guru-ar eru búnir að leggja línurnar þá fara hinir litlu á eftir og berja sér á brjóst og tala mikið um snilli þessara apakatta og koma svo með eitthvað smá sjálfir sem er tekið eftir stíl hinna, ég hef tekið eftir að rétt áður sýning er haldin þorir enginn að koma fram með sínar hugmyndir en tala loðið um þetta og svo að sýningu lokinni talar svo fólk um hvað það var snjallt.
Ég reyndar held að það séu mets unglingsstúlkur sem eru með brotna sjálfsmynd sem eru nógu auðtrúa að þær eyði mestum pening í þessa vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 00:06
Skíta veður
Í dag var alveg skíta veður og alls ekki hundi út sigandi.. dettur í dug þegar ég heyrði í útvarpinu að það hefðu myndast biðraðir fyrir utan dótabúð klukkustund áður en hún átti að opna og það í slagveðurs rigningu- er fólk orðið gargandi klikkað, skólar falla niður og fólki er beðið að vera heima vegna veðurs að þá fara einhverjir dandala sauðir að standa í biðröð eftir dóti í meira en klukkutíma,
Reyndar aumkuðu verslunarfólkið sér yfir þessu og opnuðu klukkutíma fyrr svo fólkið mundi ekki ( eins og maðurinn sagði ) forskallast :).. ( forkalast)
Ég held að fólk sem stendur í biðröð úti í þessu veðri til að komast í innkaup sé annað hvort algjörir asnar sem hafa greind á við hurðarhún eða það sé orðið svona heltekið að versla að það hafi myndað með sér geðveiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 09:43
Veikur
Ég hef verið heima veikur þessa viku og er ekki alveg að njóta lífsins að, ég er ekki alveg að fatta fólk sem er viljandi gubbar eftir það borðar, það hefur verið hjá mér að ég borða svo kasta ég upp skömmu seinna og verð að segja að mér líkar "rerun" af matnum mínum ekkert sérstaklega og það er algjörlega fyrir ofan minn skilning að einhver skuli gera þetta að ásettu ráði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 22:48
Skelfilegt slys
Það varð alveg skelfilegt slys í Reykjanesbæ þegar ekið var á 4 ára barn og það dó..
Ég sá í fréttum í sjónvarpi að íbúar í þessari götu voru að mótmæla umferð í sinni götu og það kom fram í viðtali við íbúa þarna að þetta væri mikil slysagildra og þau hefðu sent til bæjarstjórnar undirskriftar lista og ég held að þau hafi gert það í tvígang.
Eins og ég sagði þá var þetta skelfilegt slys foreldrar þessa barns hafa mína samúð alla en það er ein spurning sem hefur ekki verið spurð í þessu öllu...fyrst öllum var ljóst hvað var mikil hætta þarna á ferðum ..hvað var 4 ára gamalt bar að gera þarna einsamalt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar