Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 16:27
Sjálfsæfisaga snillings
Það gerðist einn stórmerkilegan sumar dag á seinni hluta síðustu aldar, nánar tiltekið 22.júlí 1970 að sveinbarn nokkuð dröslaðist í heiminn á mjög venjulegan hátt en samt sem áður þótti þetta nokkuð merkilegur viðburður því að nágrannar og margir í þorpinu komu saman að þessu tilefni til að berja augum þennan snáða sem þarna var fæddur.
Þó svo að ég hafi aldrei fæðst áður þá þótti minn hluti í þessum viðburði vera hinn fagmannlegasti og til fyrirmyndar á allan hátt sem sínir hversu fljótur ég er að ná valdi á þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.
Það liggur í hlutarins eðli sökum ungs aldurs míns á þessum tímamótum að ég man þessa atburði ekki mjög vel en samkvæmt sögðum heimildum hef ég til hliðsjónar í ævisögu þessari.
Þótti ég vera svo vel úr garði gerður að móður minni fannst fullt tilefni til að eignast tvo drengi í viðbót sem ég gæti aðstoðað að skilja heiminn og vera þeim að leiðarljósi hvernig ætti að haga sér í heimi þessum.
Í seinni tíð hefur mér verið sagt af móður minni og örum aðilum að ég hefi ekki alltaf verið sérstaklega þægur og yfirleitt ekki til fyrirmyndar fyrir þá yngri bræður mína og jafnvel hafa komist þær sögur á kreik að ég hafi verið óþekktar ormur og villingur.
Ég vill nota þetta tækifæri til að hrekja þessar grófu sögusagnir því að svo einkennilega vill nú til að ég var á staðnum og veit gjörla hvernig hlutirnir gengu fyrir sig því að ég var jú á staðnum allt mitt líf og að mínu mati er ég einstaklega gott eintak af mannveru og lítillátur með afbrigðum.
Eftir þetta afrek þennan sumarmorgun á síðustu öld hefur ekki nokkur skapaður hlutur gerst sem getur talist hið minnsta merkilegur á nokkurn hátt nema þangað til núna þá eru stórir hlutir að gerast hjá mér sem urðu þess valdandi að ég sit hér að skrifum.
Eins og þú hefur trúlega getið þér til um er þessi merkilegi atburður sá að ég er að skrifa ævisögu mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 20:50
Hellarannsóknir
Ég er að fara á morgun í smá hellarannsókn sem eitt og sér er ekki neitt sem sérstakt því ég stunda þessa iðju nokkuð, en það sem hefur verið sérstakt við þessa ferð eru spurningar sem ég hef fengið.
Ég fer eftir vinnu á morgun og fólk ..semsagt fólk í fleirtölu hefur spurt mig hvort það sé ekki alveg glatað að fara svona seint þegar komið er myrkur.
Fyrir ykkur sem eruð kannski ekki að stunda hella brambolt svona dagsdaglega þá vil ég benda á að það er alltaf myrkur í hellum sem er kannski hluti af þeirri skíringu að við erum alltaf með ljót með okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 17:09
Perraskapur
Hvað í veröldinni fær menn og konur til að vilja sænga hjá hundi?
Núna er verið að leita að manngerpi sem nauðgaði hundi, þetta er alveg fyrir ofan og neðan minn skilning að einhverjum detti svona í hug og þegar ég les þetta dettur mér í hug að það er kannski alls ekki svo vitlaus hugmynd að hafa frekar opið hóruhús með hórum og hórköllum svo einmanna sálir láti nú snata í friði.
Það gerðist ekki fyrir löngu í skotlandi að maður var dæmdur fyrir að ríða reiðhjóli.
Ég á reiðhjól sem ég nota til komast í vinnuna og bara út um allt og hef ágæta þekkingu á þessum tækjum og mér er alveg lífsins ómögulegt að fatta hvernig það er hægt að ríða reiðhjóli.
Þegar dómar falla í svona málum þarf að fylgja myndir með svo fólk eins og ég ( sem reyndar tel mig hafa nokkuð frjótt ímyndunarafl ) geti hreinlega fattað hvernig svona verknaður getur gerst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 14:11
Miljarðamæringur
Ég er nokkuð alveg viss um að heimurinn væri miklu mun athygliverðari ef ég væri miljarðamæringur.
Til dæmis gæti verið að ég væri spígsporandi í kjólfötum með mörgæs í bandi í kringlunni og ef einhver setti út á að ég væri með dýr í kringlunni gæti ég einhaldlega látið rífa kringluna því að sjálfsögðu ætti ég þann hjall og mundi byggja bara bryggju þar fyrir togara í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2007 | 16:54
Rannsóknir
Var að lesa í einhverju blaði um rannsókn sem Prófessor Barbara Rolls við Penn State Pennsylvaníuháskóla gerði, hún fékk 59 manns til að koma á rannsóknarstofna hennar í 5 vikur og snæða þar morgunmat og hádegismat og var þessu fólki skipt í 2 hópa og öðrum var gefið 1 1/2 epli fyrir mat og hún komst að þeirri niðurstöðu að ef þú borðar 1 1/2 epli fyrir mat þá borðarðu minna af matnum....Það þurfti semsagt prófessor til að finna þetta út, hún hefði alveg geta sparað sér þetta og hringt í mömmu hún er búin að vera halda þessu fram við 0kkur systkinin síðan 1966.
Þetta er svona álíka gáfuleg rannsókn og þegar þeir ákváðu að þjálfa köngulær í að hlaupa þegar sagt var orðið hlauptu og svo var ein löpp slitin af og sagt hlauptu og svo næsta og þetta var gert við slatta fá köngulóm og þeir komust að því að því að þegar það er búið að slíta allt lappir af köngulónni þá hættir hún að hlaupa ..niðurstaða Rannsóknarinnar var sú að fyrst þessar sérþjálfuðu köngulær hættu að hlaupa þegar væri búið að slíta af þeim lappirnar þá ....köngulær verða heyrnalausar þegar þær missa lappirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar