Dæmisaga

Ein og allar alvöru sögur byrjar þessi á orðunum ..einu sinni fyrir langa löngu.. var maður sem var húsvörður á hóruhúsi og maður þessi var handlaginn og samdi vel við alla þarna bæði gesti og starfsfólk en með breyttum tímum var þessum manni sagt upp störum vegna þess að hann hafði ekki lært að lesa og hans starf var að breytast og hann varð að geta lesið, en eins og áður segir var hann vel liðinn og þess vegna fékk hann smá auka greiðslu þegar hann hætti.

Maður þessi ákvað að reyna fyrir sér þar sem gullgrafarar voru og honum datt í hug að þar vantaði kannski húsvöð eða smið og hann tók peninginn sinn og verslaði verkfæri fyrir hann og þegar hann kom á svæðið þá hitti hann smið þar sem bráðvantaði verkfæri og var til að greiða honum 3x þá upphæð sem hann fékk verkfærin á því það var viku ferð í bæ þar sem verkfæri fengust og og þegar hann hafði selt verkfærin með fínum gróða þá fer hann til baka til að kaupa fleiri verkfæri og það er alveg sama sagan það var virkileg vöntun á verkfærum og hann selur þessi verkfæri líka og svona koll af kolli þar til hann ákveður að fara að smíða verkfæri bara sjálfur og áður en hann veit af þá á hann keðju af byggingar vöru verslunum og þegar hann er orðinn gamall maður og mjög efnaður þá tekur blaðamaður við hann viðtal og spyr hann t.d  hvort hann hafi ekki séð eftir því með svona rekstur að hafa ekki lært að lesa þá svarar sá gamli..ef ég hefði kunnað að lesa væri ég ennþá húsvörður á hóruhúsi.

Boðskapur þessarar sögu er að þó svo við missum vinnu eða húsnæði þá er aldrei að vita nema þetta sé hin mesta lukka ef við erum opin fyrir aðstæðum og erum bjartsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott saga!

stephen yates (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband