16.2.2009 | 20:03
Hvor er "góði karlinn" guð eða satan?
Mest allt sem vitað eru um þá félaga guð og satan er haft úr biblíunni og almennt er talið að guð sé sá góði og satan sá slæmi en núna nýlega þá kom einn vinur minn með nokkuð aðra sýn á þessa valdabaráttu
Hans kenning er sú að guð sé slæmur en satan góður og hans rök eru....
Þegar satan hitti Adam og Evu þá fékk hann þau til að borða af skilningstrénu og með því mundu þau öðlast visku og hann fræddi þau um að guð væri nú ekki eins góður karl og hann þættist vera og samkvæmt biblíunni hefur satan ekki unnið neitt einasta voðaverk... en guð aftur á móti hefur sett af stað flóð sem drap nánast allt líf á jörðu-hann eyddi sódómu og Gómera því fólkið vildi ekki ekki gera það sem hann heimtaði-svo voru það nú allskyns plágur og til að toppa þetta lét hann myrða son sinn og svo segir hann að hann hafi gert þetta allt við okkur því hann elski okkur....þetta hljómar nú nokkuð undarlega...
Þessi rök hjá vini mínum standast alveg ljómandi mundi ég segja og þá sérstaklega því öll hans rök eru tekin úr biblíunni og auk þess ef maður skoðar aðeins í gegnum söguna hvernig kristið fólk hefur hagað sér þegar það hefur fengið einhver völd þá stemmir þetta betur.t.d.. miðaldir þar voru menn pyntaðir og drepnir fyrir skoðanir sínar og jafnvel enn í dag ef einvher dettur í hug að segja eithvða sem er ekki eins og kristið fólk vill hafa hlutina er gargað Trúvillingar og Villutrúarfólk og ég vil nú einnig mynna að að það eru ekki svo mörg ár síðan þeir spaugstofumenn voru kærðir fyrir guðlast fyrir að gera grín af biskupnum.
Ef þu hefur móðgast við að lesa þetta væri kannski ráð að þú mundir líta inn á við og athuga hvort þú værir sáttur við þinn æðri mátt og sátt/sáttur við þið sjálfa/n frekar en að hugsa með þér hvernig dirfist þessum manni að vera á annarri skoðun en mér ..þessi félagi minn er að mínu mati heiðarlegur og góður drengur og mér finnst þessi rök hans alveg þess virði að taka alvarlega.
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mmmm Það er nú einn og einn sem maður gæti svosem umdeilast hér. Ef Guð er skaparan, hver er satan nema sá sem situr, gerir grín, finnur villurnar og eyðileggja þar sem hægt er? Ekki væri hann að skapa míkið sýnist mér. Og var það ekki prestarnir sem sá til þess að Jesús var krossfestur? Kannske aðalspurning er hvort við erum feginn að lifa eða ekki.
stephen yates (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:58
Mér fynnst þetta vera athyglis verð pæling og aðal atriðið er að allir séu sáttir við sína trú.
Valdimar Melrakki, 18.2.2009 kl. 21:38
Ég veit ekki af hverju orðin komu út svo stór!
stephen yates (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.