16.12.2008 | 21:35
Hæfileikar
Í gær fór ég í Borgarleikhúsið að sjá Nemendasýningu Sönglistar því þarna var hún Erla ösp, og mér til mikillar undrunar sá ég að ég átti frænda þarna líka hann Adam Jens Jóelsson og þau stóðu sig bæði með mikilli prýði ein og reyndar allir krakkarnir sem komu að sýningunni þarna en það sem kom mér mikið á óvart hversu rosalega mikla rödd hún Erla hefur, ég hef nú ekki heyrt hana syngja í líklega hálft ár og það er ekkert smá sem röddin hennar hefur þroskast mikið á þessum tíma hún hefur alveg ótrúlega mikla og tæra rödd og ég var alveg gapandi hissa þegar hún var að syngja þarna.
Ekki hef ég minnsta grun hvaðan hún hefur þennan gríðlega hæfileika sinn því pabbi hennar var nú ekki mikill söngvari og þegar hann var í grunnskóla í söngkennslu þá var hann í eitt skipti beðinn um að syngja stein þegjandi og hljóðar laust :) ég aftur á móti var nú í barnakór en kórstjórinn flutti nú úr landi en hvort það hafi verið alfarið mínum söng að kenna ætla ég nú að láta ósagt.
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talandi um það, ég veit alls ekki hvert minn kórstjóri fór- hann þurrkaðist af yfirborði jarðar..
Erla Ösp er það Hafþórsdóttir ?
Ragnheiður , 16.12.2008 kl. 23:35
já hún er Hafþórsdóttir
Valdimar Melrakki, 17.12.2008 kl. 16:38
rofl Valdimar..ég sé alveg kórstjórann í anda sko
Ásta Björk Hermannsdóttir, 18.12.2008 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.