5.11.2008 | 17:40
Hugleiðingar.
Ég tók eftir auglýsingu frá kirkjunni að fermingarbörn væru send í hús til að betla pening fyrir kirkjuna og ég verð nú að segja að mér finnst þetta í hæsta máta ósmekklega gert af kirkjunni að notfæra sér börnin á þennan hátt,,skammist ykkar ,, annars er svosem ekkert nýtt að kirkjunnar menn notfæri sér börn og kirkjan hefur reynt að setja fram lög sem passa það að ekki sé hægt að lögsækja þá fyrir þetta og jafnframt hafa þessir andskotar hylmt yfir með þessum aulum og fært þá eingöngu til í starfi.
Ég hef lengi haldið því fram að mestu glæpaverk og grimmdarverk hafi kirkjan framið með guð sem skjöld..t.d má nefna krossferðir ..galdrabrennur og svona mætti lengi telja og kristin trúfélög sem eru sjálfstæð eru engu skárri og mýmörg dæmi þess að það hafa verið fjöldamorð og ég veit ekki hvað og hvað og styðst er nú að nefna hann Guðmund Jónsson sem oft er kenndu við Byrgið sem gerði nú aldeilis óskunda með guð að vopni, okkar frægasti predikari Gunnar oft kenndu við krossinn hélt þrumandi ræðu fyrir um 8 árum síðan þegar Bush var kjörinn í embætti forseta U.S.A og sagði hann meðan annars að Bush væri frelsaður maður og gengi veg drottins og allt sem hann gerði mundi hann gera fyrir guð og hann ( Gunnar í Krossinum ) mundi styðja hans verk heilshugar ..guð vill semsagt styrjaldir og þau voðaverk sem þessi þjóð hefur staðið að síðustu 8 ár... Aftur á móti þekki ég nokkuð af fólki sem lifir sínu daglegu lífi í trú á guð og þetta fólk er almennt hið allra mesta sóma fólk og get ég dregið þá ályktun að trú sé góð en trúarbrögð slæm.
Þetta vesen með bankana og Bretland.
Fjármálaráðherra Breta hrifsaði isl banka til sín í skjóli hryðjuverka laga og með því stimplaði hann Íslensku þjóðina sem hryðjuverkaþjóð á einu bretti og fyrir það fordæmi ég þetta gerpi, ég var innilega hissa þegar þetta gerðist að Bretar myndu hafa kosið yfir sig svona ruglustamp því ég þekki nokkra Breta bæði Englending og skota og þetta er alveg hreint úrvals Öndvegis fólk sem á miklu betra skilið en svona stjórn en þá mundi ég eftir hvaða endemis aftanúrkreistingar eru hérna við stjórnvölin..Geir Hor sem heldur hlíf yfir Dabba kóng, það sem er að gerast í Bretlandi núna er voðalega svipað og gerðist þegar það var farið að hall undan fæti hjá Járnfrúnni á sínum tíma þá fór hún í stríð við Argentínu og vann kosningarnar í kjölfarið. ( Falklands eyja stríðið)
Núna er Ríkisstjórnin og fleiri komnir með lífverði því þeir eru orðir hræddir að vera snúnir úr hálsliðnum fyrir hvað þeir hafa gert en afaverju á hinn almenni skattborgari að borga þessa gæslu, við erum hluti af þúsund ára ríkinu ..Þ.e.a.s það var friður hérna í 1000 ár þangað vil Dabbi og co ákváðu að styðja stríðið í írak og þar með enda þessi 1000 ára frið hérna og það er til enskt orða tiltæki ..thous who live by the sword die by the sword...þessir aular vildu vopnuð átöl þá er það bara gott á þá að þeir verði drepnir með vopnum og mér finnst engan vegin að við ættum að borga gæslu fyrir þessa aula því þeir komu sér sjálfir í þá stöðu að vera hataðir af lýðnum
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég þarf að biðja afsökun fyrir Bresk ríkistjórn sem er. Forsetisráðherra okkar Gordon Brown tók við frá Tony Blair án þess að vera kosinn þannig að við höfum ekki ennþá haft tækifæri til að reka honum. það kemur.
stephen yates (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.