16.9.2008 | 18:34
Leti
Ég er nú alveg bráð latur maður eins og kannski sést þar sem ég hef ekki sett blog hingað inn langa lengi.
Ég vil nú vera óssamála flestum og halda því fram að leti sé nú bara í fínu lagi og að öllum líkindum bara góð , þegar ég var yngri var alltaf verið að jarma í mér að vera duglegur og vinna mikið og kaupa mér íbúð og þannig mundi ég fá öryggi í lífinu og svo framvegis væl, en viti menn að eins og ég sagði áðan er ég latur og nenni ekki að vinna mikið og nenni þaðan að síður að standa í því brasi að versla mér íverustað en núna í sumar þá hrundi lífið hjá flestum sem áttu húsnæði og lánin hækkuðu alveg gífurlega og eru núna miklu hærri en verðgildi húsanna og fólkið getur ekki einu sinni selt til að bjarga sér úr þessum ógönum og það sem það átti í húsinu er að verða búið að étast upp og allt sem fólk hefur lagt í húsið er horfið og öll þessi vinna er hefur verið til einskins en ég aftur á móti er hund latur og hef ekki nennt að standa í þessu veseni öllu saman og ég þarf ekki að vinna marga tíma á mánuði til að láta enda saman en duglega fólkið þarf núna að fara að bretta upp ermarnar til að lifa af.
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að það þurfi að bretta upp handleggina bara alveg
Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 22:59
very philosophical. The psalmist says: 'Like the moth, he devours all our treasures'. Það er nú ekki beinlinis leti myndi ég segja.
stephen yates (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.