23.4.2008 | 19:09
Lestir
Það hefur undanfarin ár komið upp annað slagið hugmyndir um járnbrautar lestir og þá oftast milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessum möguleika og það ætti ekki að vera neitt vandamál tæknilega séð með að leggja lest út um allt landið en svo er spurningin um hvort kostnaður verði of hár.
Lestir sem færu Keflavík-Borganes-selfoss til dæmis gætu komið að miklum notum til að stækka atvinnusæði á suðurlandi og ég hugsa um að það væri vel hugsandi að leggja stokk til Akureyrar til að flytja vörur og fólk á milli og þar með létta álagið á vegina, hugsa að stokkur væri betri en undir berum himni því þannig gæti verið gæti verið hægt að leggja teinana yfir hálendið og alltaf hægt að komast milli sama hvernig veður væri og jafnframt ætti vindmótstaða að vera minni og þar með þarf minni orku til að knýja lestina.
Ég hef nú ekki séð neina útreikninga á þessu hvort þetta sé hagkvæmt eða ekki.
Það er líka önnur hlið á þessu máli og hún er að vöruflutningar milli landshluta eru miklir og eru fluttir á milli með bifreiðum sem vigta alt að 50 tonnum og það kostar að ölum líkindum mikla fjármuni til að halda vegakerfinu gangandi og kannski að ástæðan fyrir að vegakerfinu er haldið opnu svona mikið yfir veturna eru vöruflutningar og ef þeir minnka verður þá minni þjónusta við vegakerfið?
Mér þætti fróðlegt að sjá útreikninga á þessu.
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.