Sjálfsæfisaga snillings

 

 

Það gerðist einn stórmerkilegan sumar dag á seinni hluta síðustu aldar, nánar tiltekið 22.júlí 1970 að sveinbarn nokkuð dröslaðist í heiminn á mjög venjulegan hátt en samt sem áður þótti þetta nokkuð merkilegur viðburður því að nágrannar og margir í þorpinu komu saman að þessu tilefni til að berja augum þennan snáða sem þarna var fæddur.

Þó svo að ég hafi aldrei fæðst áður þá þótti minn hluti í þessum viðburði vera hinn fagmannlegasti og til fyrirmyndar á allan hátt sem sínir hversu fljótur ég er að ná valdi á þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.

Það liggur í hlutarins eðli sökum ungs aldurs míns á þessum tímamótum að ég man þessa atburði ekki mjög vel en samkvæmt sögðum heimildum hef ég til hliðsjónar í ævisögu þessari.

Þótti ég vera svo vel úr garði gerður að móður minni fannst fullt tilefni til að eignast tvo drengi í viðbót sem ég gæti aðstoðað að skilja heiminn og vera þeim að leiðarljósi hvernig ætti að haga sér í heimi þessum.

Í seinni tíð hefur mér verið sagt af móður minni og örum aðilum að ég hefi ekki alltaf verið sérstaklega þægur og yfirleitt ekki til fyrirmyndar fyrir þá yngri bræður mína og jafnvel hafa komist þær sögur á kreik að ég hafi verið óþekktar ormur og villingur.

Ég vill nota þetta tækifæri til að hrekja þessar grófu sögusagnir því að svo einkennilega vill nú til að ég var á staðnum og veit gjörla hvernig hlutirnir gengu fyrir sig því að ég var jú á staðnum allt mitt líf og að mínu mati er ég einstaklega gott eintak af mannveru og lítillátur með afbrigðum.

Eftir þetta afrek þennan sumarmorgun á síðustu öld hefur ekki nokkur skapaður hlutur gerst sem getur talist hið minnsta merkilegur á nokkurn hátt nema þangað til núna þá eru stórir hlutir að gerast hjá mér sem urðu þess valdandi að ég sit hér að skrifum.

Eins og þú hefur trúlega getið þér til um er þessi merkilegi atburður sá að ég er að skrifa ævisögu mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó þú reynir að hrekja þær sögur sem þér hafa verið sagðar af þér sem unglingi og barno þá veit ég betur en ég vissi ekki að þú værir á mótþróaskeiðinu ennþá

Mamma (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband