5.10.2007 | 16:54
Hvaðan kemur hið vonda
Hef verið að spá hvaðan ýlskan komi..samkvæmt kirkjunar mönnum þá skapaði guð heiminn og ég vil draga þetta stórlega í efa enda hef ég aldrei treyst mönnum í kjól.
Eins og hinir alsnöllustu byggingarverfræðingar vita þá er ekki hægt að gera snjóhús út timbri jafnvel þó þú sért eskimói sem ert ættaður úr skagarfirði , þetta er bara einn af þeim hlutum sem er ekki hægt að gera.. það sem ég er að reyna að segja er að útkoman úr byggingunni er algerlega bundin við það efni sem notað er .
Ef guð er algóður og alvitur og hann hafi skapað heiminn í upphafi þá er nokkuð ljóst að það var ekkert til nema guð og það er þessvegna nokkuð ljóst að hann hafi ekki haft annað byggingar efni en sjálfan sig og ef hann er algóður hvar fékk hann þá fengið hið vonda í sköpunina.
Ennfremur þá getur hann ekki haft neitt consept hvað er gott og hvað er slæmt því hann var það eina sem til var og var algóður og hafði engan samanburð og þessvegna er það fráleitt að neitt slæmt hafi komist í sköpunina.
Ég hef spurt nokkra sem trúa á guð að þessu og eina svarið er að allt sem er gott er guði að þakka en allt sem er slæmt er öðrum að kenna ( satan ), mér fynnst þessi skýring frekar ódýr og hefði kannski dugað á þeim tíma þegar fólk var fávíst og var brent á báli ef það var eithvað að mögla en í dag er þetta alls ekki dugadi skýring.
Eftir all mörg samtöl við fólk hef ég ekki fengið svarið við spurningunni en aftur á móti hef ég viðamikla þekkingu um hvenrig skal skipta um umræuefni.
Veist þú svarið um hvaðan hið vonda komi??
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aha...Valdi.
Samkvæmt mínum skilningi þá þróaðist hið vonda útfrá frjálsa viljanum sem okkur var gefinn. Þú ert tölvukall og þá kem ég með líkingu sem hentar. Hið illa er eins og tölvuvírus, læðist inn bakdyramegin og veldur usla. Hið illa er líka til þess að prófa okkur. Það væri nú ekki beint gaman að vera til ef aldrei kæmi neitt sem við þyrftum að kljást við.
Drottinn er ekki ókunnugur hinu illa. Hann var búinn að senda Lúsifer í útskúfun.
Ég er hinsvegar ekki bókstafstrúarmanneskja en hef mína trú. Get heldur ekki hugsað mér hann Himma okkar á einhverju randi eða bara grafinn í jörð. Ég vil hafa hann hólpinn hjá Guði.
Ragnheiður , 5.10.2007 kl. 17:06
Minn skilningur á þessu er sirka svona. Alveg eins og kuldi er ekki beint til heldur aðeins fjarvera hita þá er illska fjarvera Guðs. Þannig virkar þá hinn frjálsi vilji og þannig óbeint skapaði Guð hið illa, hin frjálsi vilji gat valið að hafna Guði og það sem við köllum illsku er afleiðing af því.
Mofi, 5.10.2007 kl. 17:09
Valdi minn, merkileg pæling og gaman að hugsa út í þetta, hef ekki séð þetta svona fyrir mér en þetta er ekki svo vitlaust. Annars finnast mér svör Röggu og Mofa frábær og get tekið undir þau bæði, ég á líka minn Guð og hann er góður og hjálpar mér oft, en ég er ekki kirkjukona og blæs ekki mínum trúarskoðunum yfir aðra, enda er hún fyrir mig. Kær helgarkveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 18:43
Ég er ekki að spá í hvort guð sé til eða heldur hvort hann hafi skapað heiminn heldur bara að reyna að fatta hvernig ýlskan komst hingað.
Valdimar Melrakki, 5.10.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.