Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Athyglisprestur

Ég er farinn að halda að ég sé með athyglismisbrest eða eithvað álíka því um daginn fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki stórsniðugt að fara jafnvel til útlanda næsta sumar og er svona eithvað að gæla við þá hugmynd að fara til Krítar-grikklands-tyrklands eða einhvers álíka lands sem er nokkuð snjólett á sumrin.

Í gær fór ég á netið til að skoða hvort það væri ekki hægt að gera ferðina eithvað ódýrari á eigin vegum en með ferðaskrifstofu og ákvað að reyna að finna gistingu í B&B eða eithvað í þeim dúr en svo "lenti" ég að einhverri ástæðu á http://kvikmyndir.is/?v=bio og  eftir að hafa farið og kíkt á kúrekamyndina 3:10 to yuma þá er ég enn jafn  engu nær um gististaði í útlandinu.

Ég gerði aðra tilraun áðan að finna gististað og flug út en er samt engu nær um það en aftur á móti hef ég öðlast grunn þekkingu á hvernig á að gera við báta með trefjum í staðinn Crying ég segi nú eins og Steingrímu Hermannsson var vanur að segja.. ég hef áhyggjur af þessu ég verð að segja það ..aðal áhyggjuefnið er það að síðan internetið kom til sögunnar er haldið fram að við kalrmenn gerðum ekkert annað á netinu en skoða klámsíður og ég er eithvað að dandalast á bátaviðgerðar síðum og ég sem á ekki bát ! 

Þetta segir mér ( eftir að hafa tekið snöggt græjutékk til að athuga hvort ég væri ekki örugglega enn kalramður) að ég er greinilega að verða gamall og áður en langt um líður verð ég fainn að halda ræður um það hvernig það var ekkert internet til þegar ég var ungur og við lékum okkur fallega með boga of framhlaðninga í staðinn fyrir þessa ofbeldis leiki sem núna trölll ríða öllu og bla bla bla

 Ef einhver hefur einhverja skímu um hvernig er hægt að finna húsnæði og ferðatilhögun væri ég sáttu með info ..allavegana áður en ég ramba á síðu um postulíns styttu gerð og skráð mig þar á námskeið.,


I´m back

Í smá tíma ( nokkra mánuði ) hef ég ekki verið að deila minni visku yfir netheima með bloggi en nú hefur hinn sauðsvarti almúgi fengið nóg frí frá mér og mun ég reyna að draslast eithvað til að útskíra fyrir ykkur hvernig heimurinn virkar.

Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband