Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hvaðan kemur hið vonda

Hef verið að spá hvaðan ýlskan komi..samkvæmt kirkjunar mönnum þá skapaði guð heiminn og ég vil draga þetta stórlega í efa enda hef ég aldrei treyst mönnum í kjól.

Eins og hinir alsnöllustu byggingarverfræðingar vita þá er ekki hægt að gera snjóhús út timbri jafnvel þó þú sért eskimói sem ert ættaður úr skagarfirði , þetta er bara einn af þeim hlutum sem er ekki hægt að gera.. það sem ég er að reyna að segja er að útkoman úr byggingunni er algerlega bundin við það efni sem notað er .

Ef guð er algóður og alvitur og hann hafi skapað heiminn í upphafi þá er nokkuð ljóst að það var ekkert til nema guð og það er þessvegna nokkuð ljóst að hann hafi ekki haft annað byggingar efni en sjálfan sig og ef hann er algóður hvar fékk hann þá fengið hið vonda í sköpunina.

 Ennfremur þá getur hann ekki haft neitt consept hvað er gott og hvað er slæmt því hann var það eina sem til var og var algóður og hafði engan samanburð og þessvegna er það fráleitt að neitt slæmt hafi komist í sköpunina.

Ég hef spurt nokkra sem trúa á guð að þessu og eina svarið er að allt sem er gott er guði að þakka en allt sem er slæmt er öðrum að kenna ( satan ), mér fynnst þessi skýring frekar ódýr og hefði kannski dugað á þeim tíma þegar fólk var fávíst og var brent á báli ef það var eithvað að mögla en í dag er þetta alls ekki dugadi skýring.

Eftir all mörg samtöl við fólk hef ég ekki fengið svarið við spurningunni en aftur á móti hef ég viðamikla þekkingu um hvenrig skal skipta um umræuefni.

 Veist þú svarið um hvaðan hið vonda komi??

 


Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband