Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stækkun Alcan

Ég hef verið að spá svolítið í þessari umræðu sem snýr að því hvort skuli kjósa með eða móti fyrirhugaðri stækkun Alcan á álveri sínu í Straumsvík´.

Síðan álverið kom í straumsvík á síðustu öld hefur mikið breist, þá var öfug útgerð í hafnarfirði sem er núna að mestu farin annað og eftir því sem ég get skilið þá virðist vera andúð á iðnaði í Hafnarfirði þó svo að hann skili inn miklum tekjum fyrir sveitarfélagið.

Ég vil vitna í síðuna http://www.solistraumi.org/.... þar stendur

" Hafnarfjarðarbær vex hratt og við Hafnfirðingar verðum að hugsa til framtíðar. Það verður ekki þungaiðnaðarsvæði á þessum stað í marga áratugi í viðbót. Þróun þessa svæðis næstu áratugina verður líklega þannig að þungaiðnaðurinn færist lengra frá borginni (Grundartangi, Þorlákshöfn) "

Ég spyr... ef þessi iðnaður færist úr Hafnarfirði hvar á þettta sveitarfélag að fá þær tekjur sem flytjast með þessum fyrirtækjum?, með minnkandi innkomu sveitarfélaga verður að skera niður í þjónustu og það er hlutur sem mér hefur heirst að fólk vilji almennt ekki og það er eins og fólk sem hefur allra hæðst um að segja nei við stækkun hafi kannski ekki hugsað dæmið alveg til enda.

Ég er ekki að segja að Alcan sé neinn "bjavættur á hvítum hesti" en þær tekjur sem koma inn í sveitarfélagið beint og óbeint sé það mikið að það sé eins og skjóta eina af mjólkurkúnum.

Það lítur þannig út fyrir mér að fólk hafi kannski tekið afstöðu til þessa máls án þess að setja sig nægilega vel inn í hvað er í raun "sannleikur" í þessu máli og vil ég hvetja alla að kynna sér þetta vel og vandlega og mér skylst að það hafi verið opnað "spjallsvæði" í Firði í Hafnarfirði ( verslunarmiðstöðin) og kynna sér þar málin eða jafnvel geta lent í almennilegu rifrildi við fólk með skoðanir.

 


Um bloggið

Valdimar Melrakki

Höfundur

Valdimar Melrakki
Valdimar Melrakki

Spurt er

Er rétt að ég gefi út ævisöguna mína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Erla og Davíð
  • ...i_og_hafdor
  • ...valdi_1980
  • ...img_2284
  • 100_0444

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband