Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2007 | 18:19
Nefndir
Sá grein í dag á mbl.is .." Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektaransi "
Til að þetta fólk geti í raun verið með eða á móti verða þau að hafa kynnt sér málið ( annars eru þetta einungis fordómar hjá þeim) og ég spyr hvað var landbúnaðarnefnd að brambolta á nektarstað ?
Ég sé núna að ég er algjörlega á rangri vinnu ..ég vill komast í Landbúnaðarnefnd eða einhverja aðra nefnd sem fær borgað fyrir að horfa á berar konur.
Ég held reyndar að málið með þessari aðgerð hafi verið það að karlarnir í þessari nefnd hafa legið undir grun af kerlum sínum að vera að spila póker eða eitthvað í þeim dúr og konurnar hafa heimtað og líklega mjög óvant að koma með þeim á nefndarfund og þegar þangað var komið og fokið í öll skjól að þeir gætu spilað póker eða hnýtt flugur eða hvað það nú er sem þessir herramenn gera þarna og þeir hafa fattað að þurfa að sitja þarna með konunum og verið eins og gapandi kjánar og engin mál á dagskrá og þá hefur einum snillingnum dottið það snjallræði í hug að fá smá prik frá kerlu sinni og vonandi að losna undan fleiri heimsóknum frá kvenfélaginu að leggja til á nefndarfundi að leggjast gegn nektardansi ..
Það er reyndar önnur skýring sem gæti líka passað að þar sem landbúnaðarnefnd fer með mál í sveitum að þeir hafi lagst gegn línudansi en það hafi einungis verið prentvilla í greininni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2007 | 16:34
Gáta
Það er herbergi og inn í herberginu er bara ein ljósapera ( með tilheyrandi rafmagns stuffi i)
það eru 3 ljósarofar fyrir utan herbergið og þú átt að finna út hvaða rofi það er sem kveikir ljósið.
þú getur ekkert séð inn í herbergið og þú mátt bara einu sinni opna hurðina og fara inn í herbergið en eftir það máttu ekki fikta meira í rofunum, áður en þú opnar herbergið máttu fikta í rofunum að vild.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2007 | 18:36
Nafn á páfagaukinn
Ég hef loksins fundið nafn á gauksa.
með tilliti hvar ég er fæddur og hvað við erum miklir félagar hef ég fundið út að það væri líklega best að kalla hann Félagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 20:21
Gyðingar
Ég vil taka það fram strax að ég er alls ekki að dæma einn né neinn einungis að velta fyrir mér þeim upplýsingum sem ég hef.
Ég hef verið að skoða fræðsluþætti frá BBC um Auchwitz og eins og góður fræðsluþætti sæmir þá kveiknuðu upp fleiri spurningar en þátturinn svaraði.
Sjálf grimmdarverkin þarna komu mér ekki svo mikið á óvart enda hefur það verið tíundað í yfir 1/2 öld, þetta voru skelfilegar aðstæður þarna og ekki einungis fyrir Gyðinga heldur líka Sígauna en versta meðferð held ég að Rússar hafi fengið.
það sem kom mér mest á óvart voru viðtölin við þá sem lifðu á þessum tíma bæði fanga og fangaverði og einnig fólk í hernum og venjulega borgara og það virtist vera mikil djúpsæð andúð í garð Gyðinga og í gettoinu í warshaw þá voru gyðingar þar yfir og þeir voru síst skárri en SS menn og sýndu sínu eigin fólki yfirgang ef það hentaði þeirra hagsmunum betur og eftir stríð hefur sára lítið verið talað um það sem þar gerðist af gyðingum sjálfum.
Eftir stríð var þeim reddað landi fyrir sig sem, því það virðist sem þjóðir hafi greinilega ekki viljað fá gyðinga til baka,meira segja í Slóvakíu þar sem prestar og trúað fólk stjórnaði á þessum árum og í gegnum tíðina hefur í kristinni menningu verið talið að gyðingar væru guðs útvalda þjóð, í Slóvakíu greiddu þeir SS 500 af sínum gjalmiðli ( geri mér ekki grein fyrir verðgildi þessara peninga en þetta átti að vera nóg til að sjá þeim farborða) til að losna við gyðingana úr landinu.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ráðast á gyðinga hafi verið snilldar hernaðar bragð að hálfu Hitlers til að þjappa saman sinni þjóð um sameiginlegan óvin til að fólk væri ekki að nöldra um hvað væri að gerast í stríðinu.. þetta er reyndar sama aðferð og er notuð í USA , þeir virðast alltaf þurfa utankomandi óvin til að halda þjóðinni saman , eftir kalda stríðinu lauk þá hafa verið eilíf stríð en það er nú önnur saga.
Eftir að hafa horft á þessa þætti um Auchwitz og helförina þá er ég farin að spá hvort það hafi verið eithvað sem gyðingar hafi gert til að öðlast þetta mikla hatur en þessir atburðir hafi verið þaggaðir í kaf til að þjáningar þeirra eftir helförina væru minni?
Gyðingar eru að gera sömu hluti við náranna sína og var gert við þá í stríðinu, ekki Auchwitz dæmið og það allt en gettoin og annað og þetta eftirlit....yfirgangur gyðinga í israel ( eða kannski bara ráðamanna þar ) hefur einkennst að yfirgangi og hroka sem hefur verið þess valdandi að í heiminum eru þeir að verða fyrir almennri andúð , ég er alls ekki að segja að nágrannar þeirra séu neitt skárri en það er bara skrítið að þeir geri annar þjóð það sem þeir hafa fordæmt aðra fyrir að hafa gert við sig.
Ég fór að spá í vistina í þessum útrímgarbúðum að fólkinu var þrælað til dauða og var grind horað og það var ekki hugsað um fangana sem mennskt fólk, getur kannski hugsast að þeim hafi verið gefið að borða þeir sem komu úr gasklefanum til að sjá hvað gerðist, geri mér grein fyrir að þetta er skelfileg hugsun en aftur á móti gerði læknar þarna hrikalegar tilraunir á fólki.
Ég vil taka það fram aftur að ég er ekki að dæma neinn bara að spá í þessi mál því þegar sagan gleimist getur hún gerst aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 20:18
Tamning
Ég og páfagaukurinn erum orðnir svona líka dandala vinir, í gær gat ég fengið hann til að setjast á futtan á mér og í dag sat hann á öxlinni ( hef reyndar 2 axlir en hann sat semsat á annari þeirra )á mér á meðan ég horði á fræðsluþátt um Auschwitz.
þannig að með þessum hraða ætti hann að geta ekið bíl og gert heimils innkaupin um jól.
Enn ekki komið nafn á gausa samt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2007 | 00:27
Konur
Var að spá hvað er málið með með að ALLIR 4 bloggvinir mínir eru konur?
Getur kannski hugsast að ég sé svona kvennlegur , kannski skirfa ég um svona kvennlega hluti eða kannski er málið bara að ég sé svona mikið hÖnk.
Ég fékk mér páfagauk á föstudaginn og okkur semur svona ljómandi hreint , er að spá að kenna honum fleiri trix en hann kann, núna kann hann og kann vel að þegar ég set hendina inn í búrið að hann bítur mig, en hann er nú samt allur að spekjast.
það er samt eftir að finna nafna á kauða ( veit ekki hvort þetta er karl eða kona ) Sigþór bróðir heldur að það sé líklega best að skíra hann Snati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2007 | 10:36
Samsæri.
Held að það sé alheims samsæri gegn mér, Ásta bíður í pönnukökur á sama degi og Sigþór bróðir er þrítugur og ég get ekki verið á 2 stöðum í einu og eins og mér fynnst nú pönnukökur góðar þá er þetta hin versta klemma , hugsa að þetta sé allt Ástu að kenna hún sé ábyggilega að nýðast á mér .
Mitt svar er að hringja í manninn hennar og fá hann til að bróka hana, .. sé þetta alveg fyrir mér .. Ásta að baka pönnsur og þá kemur Gummi tipplandi á tánum að læðast eins og lítil skólastelpa og þegar Ásta "flippar" pönnsunni þá brókar hann hana....... segið svo að við karlar getum ekki verið rómantískir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2007 | 18:31
Vísa
Karl fór út, kom inn aftur skjótt
lagði sitt hart og stinnt
á kerlingarinnar loðið og lint
linaðist þá karlsins hart og stinnt
blotnðaði þá kerlingarinnar loðið og lint.
það væri gaman að vita hvort einhver þorir að skrifa með öðrum orðum hverju hérna er lýst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2007 | 20:31
Gáta
Ásta bað mig að setja gátu hérna og þar sem ég geri nú einstaka sinnum það sem ég er beðin um ( hún var reyndar búin að lofa pönnukökum ).
17 froskar sátu á grein sem hékk yfir árbakka þegar 9 af þessum froskum ákváðu að hoppa af greininni niður á laufblað sem flaut þarna frammhjá, hvað voru þá margir froskar eftir ....( munið að það hefur áhrif þegar snögg þyngdarbreiting verður á grein sem er undir þrystingi).
Ef gáta þessi veldur ykkur svefntruflunum eða andlegum vandamálum skulið þið hiklaust hafa samband beint við Ástu...hún bloggar undir nafninu Stormur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.10.2007 | 19:24
Gáta
Spurt er um nafn-fóðurnafn og fæðingarstað
Seint skilur hold við sál falið er nafn í þessu faðirinn heitir fremst á nál fæddur í tveimur pelum.
smá hint.. þetta er ekki nafnið mitt heheh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar