Færsluflokkur: Bloggar
29.12.2008 | 22:22
Atvinnuleysi
Ég heyrði í útvarpinu í dag að það hefðu 14.000 manns ( svona sirka ) í byggingariðnaðnum í Danmörku misst vinnuna á síðust 6 mánuðum.
Ef þessi tala ætti við Akureyri þá væri þetta alveg rosalega mikið en ekki þegar þessi tala á við um miljóna samfélag og það sem fylgdi ekki fréttinni er hvað mörgum er sagt upp á ári til að sjá hvort þetta sé meira en í venjulegu árferði, það var heldur ekki sagt hvort einhverjir aðrir væru ráðnir í staðinn fyrir þá sem voru sagt upp, kannski er þessi tala alveg normal í svona stóru samfélagi, kannski er 14,000 manns sem eru að vinna í byggingariðnaði sem eru alveg ónothæfir til vinnu og voru reknir og aðrir ráðnir í staðinn ..kannski....kannski...
Mér finnst þessi frétta flutningur vera með eindæmum í eina áttina og ég er nú farinn að halda að þetta sé eingöngu að hræða þá sem hafa einhverja vitglóru og ætla að fara úr landi, þetta fólk er kannski farið að hugsa sig tvisvar um hvort þeir ættu að fara eitthvað.
Ég er alveg gapandi hissa á fréttastjórum þessa lands að birta fréttir með svona lélegum gæðum.
Kannski er 14.000 manns mikið og kannski er þetta normal en fréttin sagði ekkert , það eina sem þessi frétt túlkaði er þetta skiplagði hræðsluáróður hjá fjölmiðlum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 21:35
Hæfileikar
Í gær fór ég í Borgarleikhúsið að sjá Nemendasýningu Sönglistar því þarna var hún Erla ösp, og mér til mikillar undrunar sá ég að ég átti frænda þarna líka hann Adam Jens Jóelsson og þau stóðu sig bæði með mikilli prýði ein og reyndar allir krakkarnir sem komu að sýningunni þarna en það sem kom mér mikið á óvart hversu rosalega mikla rödd hún Erla hefur, ég hef nú ekki heyrt hana syngja í líklega hálft ár og það er ekkert smá sem röddin hennar hefur þroskast mikið á þessum tíma hún hefur alveg ótrúlega mikla og tæra rödd og ég var alveg gapandi hissa þegar hún var að syngja þarna.
Ekki hef ég minnsta grun hvaðan hún hefur þennan gríðlega hæfileika sinn því pabbi hennar var nú ekki mikill söngvari og þegar hann var í grunnskóla í söngkennslu þá var hann í eitt skipti beðinn um að syngja stein þegjandi og hljóðar laust :) ég aftur á móti var nú í barnakór en kórstjórinn flutti nú úr landi en hvort það hafi verið alfarið mínum söng að kenna ætla ég nú að láta ósagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2008 | 21:10
Snemma beygist krókurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 19:36
Dæmisaga
Fyrir stuttu heyrði ég alveg hreint magnaða dæmisögum sem á vel við um það hvernig allt hefur verið talað upp og út og suður og menn hafa enga hugmynd um hvað þeir hafa verið að gera og vitnað í hina og þessa sem vita heldur ekkert.....
Indíánarnir komu til indíánahöfðingjans og spurðu hann hvernig veturinn mundi vera og hann setti upp spekings svipinn sinn og sagði svo ofur hægt "það veður kaldur vetur " og það fannst nú injánunum alls ekki gott því eins og allir sem hafa horft á kúrekamyndir þá eru indíánar alltaf að dandalast um á brókinni og búa í tjöldum, þeir spurð á höfðingjann næst hvað væri nú til ráða og hann sagði hróðugur að þeir yrðu að safna saman eldiviði sem og þeir gerðu og nokkrum dögum seinna þá datt nú höfðingjanum í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að hringja í veðurstofuna og athuga þetta með veðrið því hann hafði engan mynnst grun um veður og ef til vill mundu þeir gefa honum eitthvað ef það mundi nú vera hlýr vetur þannig hann mundi nú ekki lýta út eins og kjáni, hann semsagt hringir í sigga stom og spyr hann um hvernig veturinn mundi vera og siggi segir að þetta verði kaldur vetur án nokkurs vafa og höfðingjanum veðrur mikið létt að heira að hann hafi nú rambað á rétt en ákveður nú samt að fá betri svör svona aðallega til að svara sjálfur ef hann verði spurður og hann segir " segðu mér nú hvað er það sem bendir til þess að það verði kaldur vetur " og siggi svarar að bragði að hann hafi tekið eftir því að indíánarnir væru svo rosalega iðnir að safna eldivið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2008 | 22:15
Líkamsrækt
Ég hef núna í dag fundið alveg hreint fína aðferða til að þjálfa magavöðvana.
Ég var að horfa á mynd sem heitir...Cheech and Chong's Up in Smoke.... og ég hef hlegið svo rosalega að þessari mynd að ég fæ líklega "six pack" fyrir vikið
http://www.imdb.com/title/tt0078446/ ... þarna er hægt að skoða allt um þessa ræmu.
Það góða við myndir sem eru ekki um neitt og hafa engann söguþráð þá hefur þessi mynd síðan 1978 eldast alveg snilldar ræma..mæli eindregið með henni.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 20:59
Þrælaþjóð
Ég er alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að Íslendingar séu komnir af þrælum því að þrælsóttin í þessar þjóð er alveg rosalega mikill.
Það er blásið til borgarafunda og þagnað koma pólítíkusar og halda þar framboðsræður um hvernig það verði að skoða þetta all og allir verða að halda ró sinni og taka kjaraskerðingu og allir sem eru á þessum fundum koma út alveg skælbrosandi venga þess að þeir náðu svo miklu fram og þeirra rödd skiptir máli en það kemur alls ekki neitt fram á þessum fjandas fundum.
Það hefur komið í ljót að yfir 70% af þjóðinni vill þessa ríkistjórn í burt en enn sitja þessir fjandans glæpamenn sem fastast og jarma um það að núna sé sko ekki rétti tíminn til að ganga til kosninga því þá verður stjórnar kreppa ofan á peningar kreppu...það var einmitt stjórnarkreppa sem var til þess að við sitjum í súpunni núna þegar þessir dandala sauðir gáfu bankana frá okkur, og öll þjóðin fer auto ein 200-500 ár aftur í tímann til þess tíma þegar kirkjan níddist hérna á liðnum og tróð okkur í svaðið og enn núna öllum þessum árum seinna er kjarkurinn ekki enn kominn og fólk segir bara ja´og við skulum halda friðinn ...ÞRÆLSÓTTI.... núna er einmitt tími til að ganga til kosninga því að við verðum að vita hvað þeir sem ætla að vera leiðtogar þessa lands vilja gera ..taka upp dollar-pund-evru..eða hvað sem og við getum gert upp hug okkar og hent þessum fjandans glæpamönnum frá völdum nú eða haft þá en og hætt að væla og fyri ykkur sem halda að það sé öll von úti þá kom hann góðvinur minn hann Stephen Yates með fína hugmynd um krónuna ,,gera hana að veggfóðri og það gætum við kannski flutt út....nýir tískustraumar kannski....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 11:38
Ríkistjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2008 | 14:23
Sparnaður
Núna þegar allt er að fara fjandans til að sögn blaðanna þá er fólk hvatt til að spara í öllu sem hægt er og þegar ég þarf að fara ferðar minnnar í borginni þá þá eru jafn mikil umferð og hefur verið síðustu mánuði.
Notkun reiðhjóla hefur ekki aukist sýnist mér, ég hef nú lagt í vana minn að fara í vinnuna annað hvort labbandi sem ég geri oftast eða á reiðhjóli en um daginn fór ég reyndar á kayak í vinnuna og þá var meðfilgjandi mynd tekin af mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 17:40
Hugleiðingar.
Ég tók eftir auglýsingu frá kirkjunni að fermingarbörn væru send í hús til að betla pening fyrir kirkjuna og ég verð nú að segja að mér finnst þetta í hæsta máta ósmekklega gert af kirkjunni að notfæra sér börnin á þennan hátt,,skammist ykkar ,, annars er svosem ekkert nýtt að kirkjunnar menn notfæri sér börn og kirkjan hefur reynt að setja fram lög sem passa það að ekki sé hægt að lögsækja þá fyrir þetta og jafnframt hafa þessir andskotar hylmt yfir með þessum aulum og fært þá eingöngu til í starfi.
Ég hef lengi haldið því fram að mestu glæpaverk og grimmdarverk hafi kirkjan framið með guð sem skjöld..t.d má nefna krossferðir ..galdrabrennur og svona mætti lengi telja og kristin trúfélög sem eru sjálfstæð eru engu skárri og mýmörg dæmi þess að það hafa verið fjöldamorð og ég veit ekki hvað og hvað og styðst er nú að nefna hann Guðmund Jónsson sem oft er kenndu við Byrgið sem gerði nú aldeilis óskunda með guð að vopni, okkar frægasti predikari Gunnar oft kenndu við krossinn hélt þrumandi ræðu fyrir um 8 árum síðan þegar Bush var kjörinn í embætti forseta U.S.A og sagði hann meðan annars að Bush væri frelsaður maður og gengi veg drottins og allt sem hann gerði mundi hann gera fyrir guð og hann ( Gunnar í Krossinum ) mundi styðja hans verk heilshugar ..guð vill semsagt styrjaldir og þau voðaverk sem þessi þjóð hefur staðið að síðustu 8 ár... Aftur á móti þekki ég nokkuð af fólki sem lifir sínu daglegu lífi í trú á guð og þetta fólk er almennt hið allra mesta sóma fólk og get ég dregið þá ályktun að trú sé góð en trúarbrögð slæm.
Þetta vesen með bankana og Bretland.
Fjármálaráðherra Breta hrifsaði isl banka til sín í skjóli hryðjuverka laga og með því stimplaði hann Íslensku þjóðina sem hryðjuverkaþjóð á einu bretti og fyrir það fordæmi ég þetta gerpi, ég var innilega hissa þegar þetta gerðist að Bretar myndu hafa kosið yfir sig svona ruglustamp því ég þekki nokkra Breta bæði Englending og skota og þetta er alveg hreint úrvals Öndvegis fólk sem á miklu betra skilið en svona stjórn en þá mundi ég eftir hvaða endemis aftanúrkreistingar eru hérna við stjórnvölin..Geir Hor sem heldur hlíf yfir Dabba kóng, það sem er að gerast í Bretlandi núna er voðalega svipað og gerðist þegar það var farið að hall undan fæti hjá Járnfrúnni á sínum tíma þá fór hún í stríð við Argentínu og vann kosningarnar í kjölfarið. ( Falklands eyja stríðið)
Núna er Ríkisstjórnin og fleiri komnir með lífverði því þeir eru orðir hræddir að vera snúnir úr hálsliðnum fyrir hvað þeir hafa gert en afaverju á hinn almenni skattborgari að borga þessa gæslu, við erum hluti af þúsund ára ríkinu ..Þ.e.a.s það var friður hérna í 1000 ár þangað vil Dabbi og co ákváðu að styðja stríðið í írak og þar með enda þessi 1000 ára frið hérna og það er til enskt orða tiltæki ..thous who live by the sword die by the sword...þessir aular vildu vopnuð átöl þá er það bara gott á þá að þeir verði drepnir með vopnum og mér finnst engan vegin að við ættum að borga gæslu fyrir þessa aula því þeir komu sér sjálfir í þá stöðu að vera hataðir af lýðnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 20:19
Leyndarmál
Ég get nú "stundum" verið svolítið þver og þrjóskur og vill nú stundum gera hlutina á minn eigin veg, í vinnunni er á boðstólnum óvissuferð til að þjappa hópnum saman eða álíka hugsun í gangi en ég vill ekki taka þátt í svona gjörningi útaf því ég vil vita hvert skal halda og þá get ég tekið upplýsta ákvörðun hvort ég vilji taka þátt ,, ég hef t.d enga löngun að vera að þæfa ull í 10 tíma eða svo.
Það hefur alltaf farið innilega í taugarnar á mér allt leynimakk og hlutir sem ekki allir mega vita og þar fram eftir götunum og ég vill halda því fram að svona óvissuferð flokkist vissulega undir það og ég segi bara ef hlutirnir geta ekki þolað að vera upp á yfirboðinu þá vil ég bara alls ekkert með þá hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Valdimar Melrakki
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar